mánudagur, mars 12, 2007

Fullorðin?

Ég er að fara að skrifa ba ritgerð... á morgun, eða ég byrja á morgun. Mér finnst þetta voða merkilegt eitthvað því ef okkur tekst að skila ritgerðini í sumar þá verð ég í raun og veru komin með ba gráðu, og þá er maður fullorðin, er það ekki?

Annað merki þess að ég er að verða fullorðin er nýtilkomin samúð mín með öllum nágrönnum kórpartýanna sem ég lagði til hávaða í. Aðfaranótt sunnudagsins sváfum við Hákon neblega á sófanum í stofunni vegna þess að nágranninn á neðri hæðinni var að halda "rústum íbúðinni partí" (this is the bitter old woman talkin). Stofan þeirra er neblega undir svefnherberginu okkar og græjurnar þeirra eru beint undir rúminu okkar.
Svo má ekki gleyma eldhúspartýinu sem hefði alveg eins getað verið uppi hjá okkur miðað við hvernig glamraði í leirtauinu okkar þegar þau börðu með kústinum í borðplötuna. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið kústur, allavega var brotinn kústur og fægiskófla úti í garðinum undir eldhúsglugganum morguninn eftir.

oh hvað ég sakna þess að fara í partí.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við verðum bara að halda fullt af partíum í sumar!

Anna sagði...

já og henda dóti út um gluggann:(

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki bara búin að vera þarna í tvö ár og strax farin að skrifa BA-ritgerð, fékkstu metið frá HÍ eða er þetta styttra nám? Eða er skólaárið lengra?

Ein forvitin:o)

Anna sagði...

Fæ einingar metnar, þannig að ef ég skrifa ritgerðina núna get ég hoppað inná master á næstu önn.

Hilla sagði...

Magnað að hoppabara inn í mastersnámið ári á undann!!!

Gangi ykkur vel með ritgerðina!

Unknown sagði...

Anna mín! Einu sinni var ég ung og partígjörn kona.... fyrir mörgum mörgum árum á Króknum. Þar bjó ég ásamt fleirum á efri hæð í litlu húsi. Á neðri hæðinni bjó fjörgömul kona. Þegar við svo þarna uppi héldum okkar góðum partý þá svaf náttlega sú gamla ekkert, en hún fór þá og bakaði pönnukökur sem hún kallaði "rokkkökur". Þið gætu tekið upp á einhverju slíku

Lára sagði...

Hei! Eigum við ekki bara að halda partí þá?

Anna sagði...

Any time Lára mín, any time.

Nafnlaus sagði...

Það vantar dagsetningu á skilum á BA ritgerðinni. Þá er hægt að halda stórt partííí.

Pabbi

Nafnlaus sagði...

Jújú, fullorðin. Þarft samt að kveikja öll ljós til að pissa á nóttunni :Þ

Gaman að þú skildir geta skoppað yfir ár ... þá kemuru fyrr heim :)
Snjósa

Anna sagði...

Það var bara þessi eina nótt. Ég horfi sko ekki aftur á Riget rétt fyrir svefninn.