mánudagur, nóvember 12, 2007

Gluggapússerí

Á Caprivej var jólahreingerningin tekin snemma í ár. Það á sér aðalega 3 ástæður,
1. það var virkilega komin tími á þrif,
2. íbúðin verður væntanlega í rúst í desember sökum framkvæmda
3. við vorum í stuði.
Jólahreingerning (og vorhreingerningin reyndar líka) hjá mér felst aðalega í því að þvo gluggana, svona fyrir utan basic þrif og ég er semsagt búin að vera að dunda mér við það í dag.
Ég hef oft þrifið glugga áður en þetta skiptið var í fyrsta skipti sem ég upplifi svona "vá það sést út um gluggana tilfinningu" á eftir. Ég man alltaf eftir því að nágranna kona mín þégar ég var barn sagði þetta oft þegar hún var búin að þvo glugana sína en ég skildi aldrei hvað hún meinti með þessu, því ég gat alltaf séð mjög vel út um gluggana hennar, og inn um þá líka ef því er að skipta.
Nú er s.s spurningin, er ég orðin það fullorðin að gluggapúss er mér orðið svona mikið hjartans mál, eða voru gluggarnir okkar bara orðnir svona skítugir?
......................

Annars er ég orðin hættulega dönsk, ég keypti jólapappír á laugardagin í Nettó og það var bara 10. nóv!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Viltu pússa gluggana hjá mér þegar þú kemur heim? Mér finnst það nefninlega svo leiðinlegt að ég geri það aldrei....