miðvikudagur, maí 16, 2007

Ok ég er að ná þessu

Málið er að ég hef aldrei gert þetta áður, því alveg síðan ég flutti hafa allar ferðir heim snúist um að hitta Hákon. Þess vegna var ég eins og hálfviti fyrstu dagana. Væflaðist um og var alltaf hálfpartinn að bíða eftir að Hákon kæmi að ná í mig.
Núna er ég hins vegar voða bissí, bæði við að hitta fólk og læra inn á milli. Svo þarf ég að sofa voða mikið, því þegar heimurinn manns samanstendur af fjórum fullorðnum og einu barni þá er rosalega lýjandi að hitta allt í einu 20 manns á dag.
Úff hvað ég þarf eithvað að leggja mig maður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:)

Nafnlaus sagði...

þú varst voðalega dugleg :)