Í gær var fyrsti sunnudagurinn í mánuðinum, þá eru allar búðir sem eru venjulega ekki opnar á sunnudögum (s.s allar búðir) opnar. Þetta eru miklir dýrðar dagar og við ákváðum að nýta daginn og hjóla út í Feelds. Þar með slógum við tvær flugur í einu höggi, fórum í skoðunarferð um Amager (og uppfylltum þar með skilyrði udflugts daga, að fara út og skoða eitthvað einusinni í viku) og nýttum sunnudagsopnunina, sem er orðið svo innprenntað í mann (að m.a.s mér, sem aldrei fer í aðrar búðir en Nettó) líður illa ef ég fer ekki að versla.
Í þessari ferð gerðist tvennt markvert. Í fyrsta lagi þá datt ég af hjólinu, eithvað sem hefur ekki gerst síðan ég var tíu ára. Við vorum að hjóla og ég var að benda Hákoni á sérlega ljótar byggingar og sleppti annari hendi af stýrinu. Þá lærði ég það að ég get alls ekki hjólað með annari hendi, því ég hjólaði snarlega utan í kanntinn sem var ákkúrat nógu hár til þess að ég gat ekki hjólað uppá hann. Svo ég datt, og það var víst ekki sérstaklega tiggnarlegt. Það sér svosem ekkert á mér, ég er bara með strengi hér og þar , en það er verra með hjólið. Karfan er rispuð, annað handfangið er skrámað og það ýskrar í því. Og það læknar sig víst ekki sjálft.
Hitt merkilega sem gerðist var að ég hætti við að flytja til Íslands. Við hjóluðum nefnilega í gegnum hverfið sem ég vil búa í. Það er með mörgum litlum götum, pínulitlu hringtorgi, fullt af risa trjám og húsum sem eru öll eins og gamla borgarbókasafnið. Ó svo fallegt og það er einmitt verið að gera það upp handa mér.
Verst hvað mér leiðast danir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Anna! Er á leið til kóngsins Köben í lok mánaðar. Mikið væri nú gott að komast í kaffi...allavega að sjá smettið á þér aðeins.
kv
Gunnur
Ég á tvær tegundir af kaffikönnum og smá bjór, komdu fagnandi.
Udflugts dagar hljómar spennandi en passaðu þig að vera ekki af detta af hjólinu á þeim eða öðrum dögum!
Sem sannri slysavarnakonu verð ég nú bara að benda á að það er alltaf betra að vera með hjálm þegar maður hjólar - líka í Danmörku! Danir eru agalega latir við hjálmanotkun, þeir eru bara ekki búnir að fatta að það er smart að hjóla í pilsi með hjálm :)
Annars líst mér ekkert á að þú setjist að í Danmörku - ég er með betra ráð! Flyttu bara hverfið með þér heim!
Sammála síðasta ræðumanni
Ég var með hjálm, en það hjálpaði ekki því hausinn á mér fór hvergi nærri jörðinni.
Haha ;)
Snjósa
Auðvitað varstu með hjálm enda ertu ekki Dani - þér finnst þeir nefninlega leiðinlegir :o)
Ég er samt oft í pilsi. Annars eru danskar stelpur búnar að sjá við þessu með hjálmin. Það eru neblega framleiddir hjálmar fyrir stelpur í pilsum. Þeir eru svona eins og hjólabrettagaurar eru oft með en bara í miklu fallegri litum, og sumir eru með blómum á.
Mig dauðlangar í svona stelpu hjálm, ekki með blómum samt.
Annars hefur hjálmanotkun snar aukist síðan í vor.
iss piss
þú flytur sko heim... bannað að vera lengur en maður þarf í útlöndum
takk
Segi það, vertu ekki að segja svona stelpa - ekki flytja heim!? ertu alveg galin!?
Skrifa ummæli