sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hetjan hann Hákon

Hér með tilkynnist umheiminum að ég á heimsins klárasta og duglegasta kærasta! Hann reif sig upp fyrir klukkan tíu í morgun til að standa í röð fyrir utan Nettó ásamt æstum dönum til þess að kaupa prentara handa okkur á svaka tilboði. Það er skemmst fra því að segja að hetjan mín braust í gegnum líðinn (danir í tilboðsleit eru sko ekkert lamb að leika sér við) á slaginu tíu og kom höndum yfir HP prentara sem bæði skannar og ljósritar auk þess að prenta ritgerðir og myndir. Gripurinn seldist upp áður en hann var búin að borga.

Að launum fékk hann knús og nýbökuð horn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er algjört æði. Svo úrræðagóður og skemmtilegur. Traustur og bara frábær á allan hátt.

Anna sagði...

og sætur og klár og fyndinn og og og...

Unknown sagði...

Mikið er gott að heyra að drengurinn skuli vera svona vel upp alin.