mánudagur, janúar 22, 2007

grrr

Í Kaupmannhöfn er snjóbylur, eða...það er allavega snjór. Við erum búin að hanga inni í allan dag, ég að safna kvíðahnút í magann fyrir prófið á morgun, Hákon að borða gulrót. Hér eru gulróta endar og eplakjarnar á öllum borðum, sem er ágætt því það að ganga um íbúðina og enda þeim reglulega gefur mér ástæðu til þess að gera eithvað annað en að læra.
Ég er komin með svo mikla leið á að vera í prófum. Sérstaklega vegna þess að ég er í rauninni búin að læra undir þetta próf fyrir löngu og er búin að hafa meira en viku til að rifja upp. Ég nenni ekki meir og er búin að taka allavega tvö geðvonsku köst í dag yfir þessu svo að núna er Hákon úti í búð að kaupa nammi og kók handa mér, gegn því skilyrði að ég fara aftur að læra.

oh hvað ég skal sko njota þess að vera í fríi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mæli með gönutúr í snjónum til að bæta skapið

Ýrr sagði...

ohh, finnst þér ekki brilljant að hafa kærasta til að senda út í sjoppu? ;)

Best í heimi.

Anna sagði...

Búin að fara út í snjóinn, og fer aftur í kvöld.
........

Sjoppu kærastar eru snilld og súkkulaðið var æði.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í prófinu!

Harpa Hrund sagði...

ég á mömmu sem fer svona út í sjoppu já já ....