Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.
Jóla undirbúningur er kominn vel á veg á Caprivej, þó að stekkjastaur hafi ekki komið við hjá okkur í nótt en ég ber miklar vonir við giljagaur sem hefur alltaf verið mér mjög gjafmildur). Ég er búin að skreyta, baka piparkökur og skrifa jólakortin sem fara í póst í dag (sorry þeir sem ekki náðu að panta kort hjá okkur, þið verðið bara að lesa bloggið á aðfangadag). Við erum líka búin að pakka inn gjöfunum sem við keyptum og blasta jólalög Baggalúts og Ladda.
Svo er blessuð ritgerðin alveg, alveg alveg að verða búin og ef ekkert kemur uppá verðum við búnar að skila í byrjun næstu viku en ekki segja neinum svo það jinxist ekki.
2 ummæli:
Til hamingju með daginn þinn elskan mín!
Sjáumst fljótlega.
Birna Ósk
Hjartanlega til hamingju með afmælið.
Fjölskyldan Víðigrund.
Skrifa ummæli