mánudagur, apríl 09, 2007

Þögnin

Nú skil ég loksins afhverju tannlæknar þrjóskast við að tala við sjúklinga sína þó þeir séu með kjaftinn fullann af höndum og ýmiskonar tækjum og tólum. Þeir varða nefnilega svo þreyttir á þögninni! Hákon er lasin. Hann er með bullandi hálsbólgu og getur næstum ekkert talað svo samskipti okkar hafa að mestu farið fram í gegnum hvísl og táknmál, ég fer neblega að hvísla líka þó það sé ekkert að mér í hálsinum. Ég er að verða vitlaus því yfirleitt tölum við saman allann daginn þegar við erum bæði heima. Sem betur fer vill hann meina að honum sé að skána og ég er að fara í skólann á morgun svo ég þarf ekki að fara að tala við sjálfa mig... eða vegginn. Sénsinn að ég gæti búið í klaustri!

Svo er síminn minn dauður og ég finn ekki hleðslutækið svo það er ekki hægt að ná í mig þannig, hringið í heima símann.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sp til hákonar. hveiti undir vatnsdeigsbollum. afhverju? eru þá minni líkur á að þær falli

Anna sagði...

Þær ku verða bragðbetri svoleiðis. Ráðið, sem og uppskriftin, kom frá mömmu Hákonar og þar sem hún er hússtjórnarkóla gengin þorðum við ekki annað en að fylgja leiðbeiningunum til hins ýtrasta.

Um fallið get ég sagt þér að við bökuðum sitt hvora porsjónina með sömu aðferð. Önnur féll en hin ekki. En hjá hvoru okkar þær féllu segi ég ekki.

Fyrir hönd Hákonar (sem er enn óviðræðuhæfur sökum veikinda)

Anna

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég hvaðan þessi hveiti og vatnsdeigsbollu umræða kemur en tek þátt í henni engu að síður! Mér finnst þetta ráð sem er þess virði að prófa og ég geri það á næsta bolludag!

Annars giska ég á að bollurnar hans Hákonar hafi fallið, ekki vegna þess að hann sé verri bakari því ef Önnu bollur hefðu fallið hefðu hún sagt okkur það!!! ;)

Anna sagði...

Uppruni umræðunar kemur frá myndaalbúminu jan-mars (linkur á mynda síðu hér til hliðar). Þar má sjá myndir af bakstrinum.

Nafnlaus sagði...

ok. ég baka og það er happa og glappa hvort þær falli. sá eðalráð þetta árið á netinu en það er að klippa í þær þegar þær koma úr ofninum. því miður hafði mamma mig ofan af því en ég náði að klippa í nokkrar og þær féllu ekki, en það er ekkert að marka því þær tilheyrðu spelt porsjóninni og þær féllu ekki neitt (hvort sem þær voru klipptar eður ei). ps hugsa að hákon hafi passað upp á sitt porsjón, þar sem ég þekki engann sem hefur tekist að brenna kartöflur við suðu. en aftur á móti veit ég líka að þessar helvítis vatnsdeigsbollur falla bara þegar þeim sýnist, hjá þeim sem þeim sýnist. kokkurinn ræður engu

Nafnlaus sagði...

Það er gamalt og gott svindlráð að setja smá lyftiduft í deigið. Þá falla bollurnar aldrei.

Nafnlaus sagði...

snilld

�engill sagði...

Það er ekki nema von að Hákon fái hálsbólgu ef þið talið svona mikið. hehe ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meiri þögnin.

Anna sagði...

Nei nei við erum að vinna okkur upp samtalatapið.

Nafnlaus sagði...

Á Íslandi er í dag Sumardagurinn fyrsti. Gleðilegt sumar börnin góð.

Inga og Siggi

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar krakkar!
Vonandi er heitara hjá ykkur en hér á Fróni.

Ásdís sagði...

en hvernig væri að rjúfa bloggþögnina ?

Unknown sagði...

...og segja okkur t.d. frá Mary sem er bara við það að eiga :)

Anna sagði...

Eigum við ekki að hafa þetta tvær sléttar vikur.

Annars er Mary búin að eiga og Hákon er búinn að setja Dannebro út á svalir í tilefni af því.