þriðjudagur, september 18, 2007

Mis merkilegar staðreyndir um mig.

(Ég var s.s klukkuð)

1. Ég á nýtt hjól: Gamla hjólið mitt var endalaust bilað svo ég gafst upp í gær og keypti mér nýtt, það er hvítt.

2. Mér þykja kastaníutré æðisleg: uppgvötvaði þetta í fyrra, í Lergravsparken er eitt risa stórt sem ég labba oft framhjá og á haustin er jörðin í kring um það þakin kastanúhnetum og þegar maður gengur á þeim fær maður ókeypis fótanudd.

3. Ég borða ekki gúmmí nammi svo ég kaupi mér aldrei bland í poka.

4. Síðan við Hákon byrjuðum saman hef ég lært að borða fleira en síðustu tíu árin.

5. Það stefnir allt í að öll eldhústæki/áhöld sem ég mun eignast verði rauð.

6. Mér finnst ógeðslegt að vera kámug eða blaut á höndunum: Vaska aldrei upp án gúmmíhanska og ég hef keypt gúmmíhanska inn á heimili sem ég hef þurft að vaska upp á ef þeir hafa ekki verið til.

7. Ég þvæ mér alltaf um hendurnar með köldu vatni (nema þegar ég elda): Ekkert prinsip mál í rauninni, skrúfa bara alltaf frá kalda vatninu en verð alltaf jafn glöð þegar vatnið er volgt/heitt.

8. Mér finnst gaman að raða hlutum og sortera: Get og hef eytt mörgum kvöldum fyrir framan sjónvarpið við að sortera í skúffur, hillur og skápa.

Ég ætla ekki að klukka neinn en ef einhver vill segja mér eitthvað skrítið um sig, bendi ég á kommentakerfið hér fyrir neðan.

2 ummæli:

Lára sagði...

ég þvoði líka hendurnar á mér upp úr köldu alla mína tíð...þangað til ég fattaði allt í einu - ekki alls fyrir löngu - að það er ekkert mikið meira vesen að skrúfa frá heita vatninu líka. Nú er mér ekki alveg jafnoft kalt á höndunum.

Nafnlaus sagði...

Ég nenni nú aldrei að setja á mig gúmmíhanska, ekki einu sinni þegar ég skúra (en ég er líka löngu hætt að skúra með græum sem maður þarf að vinda).
Annars þoli ég ekki að horfa á myndir sem enda "illa", ég var að horfa á Becoming Jane um daginn og ég hætti að horfa þegar 20 min voru eftir og allir ennþá glaðir, sama með nýju James Bond, hætti þegar þau voru í góðum gír á ströndinni ;)
Jebb..
Snjósa