föstudagur, janúar 12, 2007

Mygla

Kannast lesendur við þessamálnotkun?

"Ég er að mygla úr próflestri"

"Brauðið í skápnm er myglað"

"Handklæðið myglaði í töskunni"

"Eldhúsveggurinn er myglaður"


Persónulega kannaðist ég bara við þrennt af þessu þangað til um daginn.

Stuttu eftir að ég kom heim rak ég augun í myglublett undir eldhúsglugganum, hvít gróin stungust í gegn um málninguna á tveimur stöðum. Nokkrum dögum seinna fann ég fleiri bletti og nú eru komnir rakablettir í veggin í svefnherberginu. Samkvæmt húsverðinum er það þakið sem lekur og afþví að ég er á efstu hæð sést það strax hjá mér.
Það hjálpar heldur ekki til að hér hefur varla stytt upp í mánuð, og þess vegna gerist þetta svona hratt, þó vandamálið hafi líkega verið til staðar lengi. Ég veit ekkert hvað maður gerir í svona, svo þangað til húsfélagið tekur ákvörðun sit ég og bíð eftir þurki og hugga mig við það að skv Húsa er "det meget værre hos dem ved siden af"

6 ummæli:

holyhills sagði...

oj bara - þúst bara!

Anna sagði...

nákvæmlega!

Nafnlaus sagði...

Þú ætlaðir að taka myndir?

pabbi

Anna sagði...

jamm búin að því en það sést kert því það endurkastast svo af vegnum. Ætla að prófa aftur.

Nafnlaus sagði...

Flott hjá Húsa.

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.

Nafnlaus sagði...

Það var leiðinlegt að heyra að það er sé mygla í veggnum! Vonandi að þakið kosti þig ekki formúgur þegar að því kemur að laga!