laugardagur, ágúst 12, 2006

Helgar

Um síðustu helgi gerðust þau undur og stórmerki að ég fór í bæinn á tónleika og kom heim til mín seint um nótt.
Um þessa helgi er ég veik og geri mest lítið annað en að horfa á Strumpana í tölvunni, jú og horfi á Gey pride gönguna í sjónvarpinu (léleg útsending btw) að farast úr gremju yfir því að geta ekki verið á staðnum.

En um næstu helgi, um næstu helgi kemur það sem ég er búin að vera að bíða eftir í heilt ár, neblega Geirfugla ballið mitt. Ég er að smala og er að reyna að ná sem flestum til að dansa með mér, því tveimur vikum seinna þarf ég að fara aftur til Danmerkur, og af því að ég er búinn að vera lélegur vinur í sumar þarf ég að ná að hitta fullt af fólki áður en ég fer. Þannig að það verður hægt að finna mig eftir miðnætti á menningarnót í Iðnó .