laugardagur, nóvember 04, 2006

Vikan

Ég er búin að eiga alveg ótrúlega pródúktíva viku, svona miðað við mig. Ekki nóg með að ég sé búin að fara fjórum sinnum útúr húsi til að læra, þá er ég líka búin að fara með hjólið mitt í viðgerð, einu sinni í bíó og fara í íslenskt pulsupartý. Þar að auki er ég búin að fjárfesta í grænni ryksugu og kaupa eina jólagjöf! Svo er ég líka búin að mæta í skólann.

Sko mig!

(Já og svo er ég búinn að kaupa mér flug heim 16. - 27. nóv)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt. Hvaða tegund er riksugan?

Anna sagði...

Hún heitir Melissa :-)

Nafnlaus sagði...

Ertu að koma aftur heim í nóvember?!
Þú ert bara alltaf heima.. vei! :D
Snjósa

Anna sagði...

Can't stay away from the place ;-)

Ég er sko að koma í praktík.

Nafnlaus sagði...

kúl :)
Snjósa