Eins mikið og ég er sammála því að verslanir byrji ekki að blasta jólalög og hengja upp jólaskraut áður en haustið er einusinni búið, þá get ég einhvernvegin ekki fengið það af mér setja upp þennann blessaða "jólin mín" borða á bloggið mitt. Það væri kannski öðruvísi ef ég væri heima (þetta er einhvernvegin miklu agressívara þar), en hérna gleðst ég yfir hverju merki þess að desember sé á næsta leiti. Ég viðurkenni reyndar að jólasmákökurnar, dagatölin og föndurdótið í nettó fer pínu í taugarnar á mér, einfaldlega afþví að þetta er orðið svo sjúskað eithvað í lok nóv. og byrjun des. En mér finnst yndislegt að sjá að Illum er byrjað að hengja upp seríur og þeir eru byrjaðir að gera skautasvell á Kongens Nytorv.
Ég byrja neblega að undirbúa jólaundirbúninginn í nóvember.
mánudagur, október 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli