sunnudagur, desember 31, 2006

Jólin mín

Jæja þetta voru nú aldeilis indælis ágætis jól. Reyndar var tvisvar sinnum meira að gera hjá mér en oft áður sem er allveg í samhengi við það hversu vandlega mér tókst að flækja líf mitt um síðustu jól, in a good way. Ég kýs að þakka mínum einstöku hæfileikum í kæruleisi (þeim sömu og valda því að einhvernvegin vinn ég alltaf öll verkefni nóttina fyrir skil) fyrir það að ég fékk ekki taugaáfall yfir öllu sem átti eftir að gera og gerðu mér kleift að segja fokk á prófin tveimur dögum fyrir jól og leyfði mér að dunda mér í pakkapökkun og rjúpnaflettingum.
Ég segi það ekki að það komu öðru hvoru augnablik þar sem mér fannst að mætti allveg bæta eins og tveimur tímum í sólahringin, t.d þegar ég var að blása á mér hárið kl korter í sex á aðfangadagskvöld. Átti þá eftir að setja á mig maskara og koma mér yfir í næstu götu þar sem ég ætlaði mér að vera þegar klukkurnar hringdu.
Ég náði þessu nú svosem öllu saman en nú hef ég líka lært hvernig ég vil hafa hlutina í framtíðinni og hvernig á að fara af því.
Sjáið til kæruleysinu fylgir alltaf einhver fórnarkostnaður og það finnst mér miður. Til dæmis allar heimsóknirnar sem ég fór ekki í og fólkið sem mér tókst ekki að hitta. Hvað þá allt dótið sem ég ætlaði pakka niður og flytja út í íbúðina. Svo við minnumst nú ekki á prófin mín, sem viðrast nú ekki ætla að bera stóran skaða af.
Mér finnst hund fúllt að þurfa alltaf að fara snemma heim þegar ég er á íslandi því ég þarf alltaf að vera að gera eithvað annað á sama tíma og að þurfa að flýta sér á fjóra staði á einum degi því maður hefur ekki fjóra daga til þess.
Þess vegna hef ég tekið ákvörðun. Ég kem ekki til Ísland aftur með lærdómin hangandi yfir hausnum á mér. Aldrei framar mun skólabók laumast með í farangrinum. Um næstu jól verð ég búin að læra allt sem þarf að læra þegar ég kem heim, annas kem ég bara aðeins seinna heim (nei ég ætla ekki að eyða næstu jólum í Danmörku). Jólagjöfum verður sömuleiðis reddað fyrir heimkomu og ég ætla bara að fara einusinni í verslunarmiðstöð fyir jól. Og hana nú!
Næstu jól fara s.s í að baka rúsínukökur, pakka inn jóla gjöfum og alment að hangsast án samviskubits.

Nú gæti einhver sagt, noh þetta er nú aldeilis áramótaheit í lagi, en nei þar skjátlast ykkur. Þetta var bara ákvörðun, tekin á mjög yfirveguðu augnabliki á Tommahamborgurum fyrir jól. Áramótaheitið mitt er neblega allt annað, það er að muna eftir að ganga frá hnífapörunum í skúfuna þegar ég er búin að vaska þau upp.

Gleðilegt ár.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert annað!
Ég mæli alveg með því að vera hérna úti yfir jólin, miklu afslappaðra.
Sjáumst á morgun eða hinn:)

Nafnlaus sagði...

sko ég

Nafnlaus sagði...

Afslöppuð jól er málið!

Áramótið heitið er gott!