fimmtudagur, maí 04, 2006

Sumar sumar sumar og sól

Sing it with me people...

Hér er 15-20 stiga hiti og sól. Í gær fórum við eftir skóla, keyptum okkur ís og komim okkur svo fyrir í Rosenborghave, sleiktum sólina og veltum því fyrir okkur hvernig væri hægt að opna hvítvínsflösku án upptakara, það er að segja ef einhver nennti að fara og kaupa vínið, rosalega verður maður dasaður í svona sólböðum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þið kaupið bara flösku með skrúftappa

Nafnlaus sagði...

Þú þrýstir korktappanum ofan í flöskuna. Svolítið rónalegt en svínvirkar.