þriðjudagur, maí 30, 2006

Bitch and moan

Það fer allveg ósegjanlega í taugarnar á mér að ég skuli vera ennþá í prófum (fyrsta prófið næsta mánudag, annað og þriðja 15. og 16) það pirrar mig næstum því jafn mikið og það hvað tímin líður hægt í Danmörku. Á þessum tíma á ég að vera komin í fulla vinnu, fá þrjár máltíðir á dag og eiga frí á kvöldin.
Þess vegna nenni ég ekki að skrifa neitt þessa dagana, því lets face it, ég er hundleiðinleg orðin og mér finnst óþarfi að leggja það á ykkur líka. Það er nóg að kvarta í þeim sem eru í sömu súpunni og ég, og þessum sem ég er alltaf að hringja í og hefur gefið mér formlegt leyfi til þess að kvarta í sér. Hann þorir heldur ekki annað, því ég er með sokkapar og tannbursta frá honum í gíslingu múhahaha...
En allavega, til þess að bæta sjálfri mér og öðrum þetta upp, þá ætla ég að verða ótrúlega skemmtileg í allt sumar, sérstaklega eftir 17 fokkings JÚLÍ þegar ég skila síðustu ritgerðinni!

21 days...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Thu att alla mina samud!