þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Day one

Æi, Kaupmannahöfn var ekki vinkona mín í gær.

Fyrir það fyrsta þurfti ég að vakna í skólann klukkann átta. Það var í sjálfu sér allveg nógu slæmt og þessvegna ekki á það bætandi þegar ég opnaði augun um morguninn og uppgvötvaði snjóskafl yfir glugganum mínum. Og þetta var ekki svona huggulegur íslenskur snjór, heldur blautur og kaldur snjór sem lamar samgöngukerfi og treður sér allstaðar inn í fötin manns.
Snjónum hélt svo áfram að kyngja niður allann daginn, sem hefði svosum allveg verið nógu fallegt (svona út um gluggann) en ég var bara þreytt og vildi ekki vera þarna, þannig að ég hélt bara áfram að vorkenna mér. Sem betur fer var mér boðið í lummur til eftir skóla þannig að ég hafði eithvað að hugga mig við.

Aftur á móti gekk ekki klakklaust að komast þangað.

Fyrst ætlaði ég að prófa metroið, en þegar ég uppgvötvaði að ég hefði þurft að bíða í 20 mínútur til að komast kannski eftir mikinn troðning með þeirri lest, ákvað ég frekar að taka strætó, ég og allir hinir 70 sem voru líka að bíða. Sem betur fer fattaði ég að labba upp á næstu stoppustöð á undan þessari sem allir hinir fóru á og kom þessvegna inn í nánast tómann strætó og fékk sæti og allt.
Eftir 40 mín rúnt á Amager sem undir venjulegum kringumstæðum tekur ca. 5 mín og mikið ösl í gegnum blautann snjó og salt drullu tókst mér að komast í lest. Þar var nóg pláss svo ég kom mér vel fyrir með ipodinn...of vel as it turnes out.
Ég var rétt um það bil þremur sekuntum of sein að standa upp þegar ég kom á áfangastað, svo var ég líka með vetlinga þannig að mér gekk illa að hitta á litla bláa takkann sem opnar millihurðirnar í lestinni svo hún opnaðist ekki strax þessvegna voru dyrnar út úr lestinni búnar að lokast þegar ég komst þangað og vildu ekki opnast hvernig sem ég ýtti á takkann.
Ég endaði sem sagt með því að fara út á næstu stoppustöð, sem er einmitt fyrir utan það svæði sem klippikortið mitt gildir á. Það hefði verið mjög týbískt ef það hefði verið lestarvörður á svæðinu að tjekka miða, en svo var nú ekki. Enda þótti mér allveg nóg að þurfa að bíða í 5 mín eftir næstu lest og þurfa svo að vaða snjó og stöðuvötn til Sigga og Sigrúnar, því þegar hér var komið sögu var farið að rigna.

Kvöldið var samt fínt, en mér var kallt á fótunum þegar ég kom heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æhj.. ekki gott, ég get sent þér sanna íslenska ullarsokka alla amma...

Snjósa

Nafnlaus sagði...

Úbbabúbb. Fall er fararheill :) Lummur hljóma nú ágætlega...og hér er kuldi og snjór. Kærlig hilsen, Frida