mánudagur, maí 08, 2006

Kviss bang búmm

Og svo var allt í einu allt orðið grænt.

Á þremur dögum hefur hvert einasta tré hvort sem þau eru græn eða bleik sprungið út og allt í einu er maður bara búinn að gleyma því að það hafi nokkurtíman komið vetur. Það er líka komin svona útlandalykt, sem er einhverskonar samblanda af mengun, riki og miklum lofthita. Það blandað saman við ýmsar aðrar lyktir sem fylgja sumrinu er að valda því að við lifum þessa daganna í stöðugu flashbacki, og rifjum í sífeldu upp fyrsta mánuðinn í Danmörku sem við vorum að mestu búnar að gleyma. Það þarf varla að taka það fram að okkur þykir við hafa verið ansi duglegar að komast í gegn um veturinn, semþýðir líka það að við förum allveg að komast heim.
Já og talandi um að komast heim, þá erum við komnar a.m.k einu skrefi nær þeim merka áfanga að fá að taka próf því próf taflan er komin í hús, og ekki seinna vænna segja sumir ( þó ég hafi allveg eins búist við henni daginn fyrir fyrsta prófið). Allavega, þá verð ég í prófum 6. 15. og væntanlega 16. júní, sem er fyrr en við bjuggumst við. En það er líka ágætt því þá er ég örugg um að komast í allar útskriftaveislurnar sem ég þarf að mæta í og það er nú gaman.
Sjálfur heimferðadagurin er ekki kominn á hreint einnþá, því ég verð með gesti (sem heita mamma og pabbi) og ekki fer ég að skilja þau eftir bara svo ég geti komist heim í gasböðru og kandyfloss á 17. júní.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar vel, hér er líka komið sumar, fór í sund í dag í flip flops skóm :)

Kær kveðja,
Fríða

P.S. er búin með alla SATC

Ýrr sagði...

Jár er það já??? Kemstu í allar útskriftarveislur?? Ekki mína vinan! buhuuuu

Nafnlaus sagði...

og við þurfum að vera inni að læra í sólinni :(