fimmtudagur, mars 23, 2006

Finnland já

Planið fyrir helgina var frekar rólegt bara, reyna að læra eitthvað og kannski að viðra nýju stígvélin ef vel viðraði. Það plan hefur aðeins undið uppá sig með hjálp góðra (og framkvæmdaglaðra) kvenna og stígvélin fá nú aldeilis að sjá heiminn. Nánar tiltekið Múmínland.
Þannig er að ég á frænda sem sem býr meðal múmínálfa, og hann er að verða sextugur og hefur því stór hluti frændgarðsins tekið sig til og er nú á leið til Finnlands til að samfagna honum. Og þeim fannst ég endilega þurfa að koma með, sem er að sjálfsögðu rétt hjá þeim.
Sem sagt, tæpum tólf tímum fyrir brottför var keyptur undir mig miði og nú er ekkert eftir nema að pakka tannburstanum niður með stígvélunum og koma mér af stað. Tannburstinn hans Hákonar verður eftir og passar húsið.

Verst að ég veit eiginlega ekki hvert ég er að fara.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og hvernig var Finnland?