laugardagur, desember 02, 2006

Problems, problems

Ég stend frammi fyrir áður gjörsamlega óþekktu vandamáli. Sjáið til mig hlakkar til að fara að læra fyrir próf. Ekki bara vegna þess að prófalestri fylgir jólaskap og kertalykt, heldur aðalega vegna þess að ég virkilega hlakka til að fræðast meira og betur um efnið sem ég er að fara að taka prófið í, mjög skrítin tilfinning.
Þetta er þó ekki vandamálið.
Vandamálið felst í því að áður en ég tek það próf þarf ég að taka annað próf sem er langt frá því að vera úr skemmtilegu efni. Það er reyndar beinlínis leiðinlegt. Þessi leiðindi felast þó væntanlega helst í því að ég skil efnið ekki eins vel og í hinu faginu. Þess vegna þarf ég líka að nota extra tíma í það fag og get ekki leift mér að dunda mér við að læra hitt fagið utanað að gamni mínu. Þannig að nú sit ég og horfi á textan sem ég á að vera að lesa, en læt mig dreyma um þykku möppuna mína með öllu þessu skemmtilega sem mig langar til að skoða.

Ó ég á svo erfitt

4 ummæli:

Ásdís sagði...

þetta er furðulegt vandamál

Anna sagði...

Já finnst þér ekki. Ég held að þetta flokkist undir svona "lúksus vandamál".

Nafnlaus sagði...

Nú fer ég sko að koma :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er algjört lúxus vandamál! En ég verð nú að segja það að ég hef aldrei á ævinni lent í því að lagna að læra fyrir próf! Það er greinilegt að þú ert á réttir hillu í lífinu :)

Sjáumst í kvöld!