þegar ég fór sem mestum hamförum á fasteignasíðunum danmerkur, komst ég að því að hlutir eins og baðherbergi eru ekki sjálfgefið fyrirbæri í kaupmannahöfn. Marg oft rakst ég á íbúðir þar sem klósettið var frammi á gangi (fyrir utan íbúðina) og sturtuklefum hafði verið komið fyrir ýmist í stofunni, eldhúsinu eða svefnherberginu. Afþví að ég er frek og alltof góðu vön sætti ég mig ekki við þesskonar aðstæður og þess vegna á ég núna íbúð með oggulitlu baðherbergi sem inniheldur vísi að sturtuklefa.
Fyrir það er ég óendanlega þakklát, sérstaklega eftir að ég uppgvötvaði að fólkið í húsinu við hliðinná mér þarf að fara út og niður í kjallara til þess að komast í sturtu!
Á morgun flyt ég og á morgun tek ég líka próf ( og hinn reyndar líka) og að segja að ég sé orðin soldið stressuð is putting it mildly. Ég er farin að vakna upp með andfælum á nóttunni og get ekki haldið einbeitingu nógu lengi til þess að læra neitt að viti. Ég geri í rauninni mest lítið að viti þessa daganna annað en að slugast í hinu og þessu og veð úr einu í annað. Það sem heldur mér frá því að fara gjörsamlega yfirum er bara sú tilhugsun að eftir eina viku verð ég komin heim í fangið mitt og ég get farið að lifa eðlilegu lífi. Þetta verður gott sumar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Baðherbergið þitt er flott!!!
en passaður þig að stífna ekki í kjálkunum
Skrifa ummæli