Þegar ég verð stór og get keypt stóra fallega húsið mitt, á það hús að vera með stóru eldhúsi sem er hægt að borða í og með stórum gluggum sem sólin skín innum. Í þessu eldhúsi ætla ég svo að sitja á sunnudagsmorgnum, drekka kakó og borða ristað brauð á meðan ég les blöðin og spjalla við Hákon.
Nákvæmlega svona voru morgnarnir okkar á meðan við gistum í Barmahlíðinni (þegar ég segi morgnar, meina ég auðvitað hádegi því við fórum alltaf svo sent að sofa, en þannig á það líka að vera á sunnudögum). Ég hef átt tvö eldhús um ævina, og innum bæði skein jú reyndar sólin á morgnanna en þar var hinsvegar ekki hægt borða, svo þessi upplifun var allveg ný fyrir mér. Og mikið sem þetta var notalegt.
Annað sem var notalegt var að sofa í rúmi sem var 2x2, nóg plás til að brölta fram og til baka og liggja þvers og kruss. Ég mun ekki getað litið rúmið mitt réttu auga eftir þessa viku. Stórt rúm er sem sagt líka komið á lista yfir framtíðaróskir.
föstudagur, október 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli