sunnudagur, október 09, 2005

Ég er með harðsperrur í lærunum.

Það er semsagt ekki lyfta.

Í rauninni er sjálft klifrið ekki svo slæmt, það venst. Verra er það þegar maður vill taka eithvað með sér eins og tildæmis matvörur eða látum okkur sjá...fataskáp! Hér er enginn fataskápur og bætist það því við listann yfir allt sem þarf að kaupa til heimilisins. Hér er allt bert eins og sést á myndunum, bert og hvítt. Og engin ljós. Danskurinn trúir ekki á loftljós.
Af rælni keypti ég bleika hjartaseríu í Søstrene Grene um daginn og er hér því allt baðað ljósbleikri birtu. Ég verð þó að viðurkenna að það gefur fötunum mínum, sem liggja krumpuð og leið um allt gólf, ákveðin sjarma.

já já, þetta er ágætt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Myndunum?

Snjósa

Anna sagði...

Mydasíðan! (ofarlega til vinstri)

Nafnlaus sagði...

Ó, hvað mér líst vel á híbýli þín skat. Einhvern tímann kem ég í heimsókn og ligg á vindsænginni góðu - þú hlýtur nú einhvern tíma að kaupa þér alvöru rúm.