miðvikudagur, ágúst 24, 2005

What a day I've had!

Þessvegna finnst mér þetta passa ótrúlega vel:

BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Truflanir á vinnuferli eru líklegar í dag. Kannski hrynur tölvukerfið, eða þá að rafmagnið fer. Að líkindum verða þetta minniháttar skakkaföll. Brostu (mbl.is)

Ég ætla aldrei að flytja aftur!
Aldrei!
Aldrei!
Aldrei!

Eða ég ætla allavega aldrei að flytja án hjálpar. Þegar ég segi ÁN þá meina ég þegar ein manneskja, í þessu tilfelli ég, þarf að skipurleggja, pakka og redda málunum ein, og það á virkum degi þegar allir eru ýmist við vinnu eða í skóla.

Guðunum sé lof fyrir Hillu sem reddaði kössum, teipi, og geðheilsu minni á ögurstundu (auk þess að bjarga bílnum út úr bílageymslunni rétt í tæka tíð. Ég var án gríns farin að skjálfa og var allveg hætt að hugsa skýrt áður en hún kom og beindi mér inn á rétta braut.
Svo kom auðvitað elskan hann Helgi og bjargði því sem bjargað varð, ótrúlega þægilegt að eiga vini sem þykir gaman að bera kassa!!!). Ég þrælaði honum að sjálfsögðu samviskusamlega út í allann dag fyrst ég hafði leyfi til þess og passaði uppá að honum leiddist nú ekki of mikið í grasekkilstandinu.
Annars er ég ágætis þrælahaldari, allavega leyfði ég honum að leggja sig í sófanum mínum og er búin að bjóða honum í amerískar pönnukökur á morgun og allt (en hann gæti þurft að kaupa jarðaber sjálfur)

Svo er annar svona dagur á morgun, þeir sem vilja og geta eru velkomir til að hjálpa til við þrif og pakkningar, og svo er pönnukökuuppskriftin svo stór að nóg er til handa þeim sem langar í.

Ok anda inn...anda út.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nammi namm! pönnukökur, smjör og síróp og jarðarber! snilld!+

heli

Eygló sagði...

Ég myndi sko alveg hjálpa þér ef ég væri ekki í skólanum. Hvenær er svo brottfarardagur? Ji hvað það verður skrítið þegar það verður engin Anna Ósk á Íslndi lengur. Jú kannski einhver Anna Ósk en ekki THEEEE Anna Ósk :)

Anna sagði...

brottför 29. ágúst kl 15:40. Sem er eftir fokkings 3 daga!!!!

Eygló sagði...

Vá...styttist heldur betur í þetta. Svo manstu eftir tikynningarskyldunni, maður verður að fá að vita hvernig skólinn er og hvernig þetta leggst alltsaman í þig:)
Annars held ég að ég hafi aldrei heyrt þig (né lesið það skrifað af þér) segja orðið fokkings áður..svo nú liggur greinilega mikið við ;)