Mig vantar nýtt veski. Það er bara ekki pláss fyrir allt sem ég þarf yfirleitt að bera með mér í veskinu sem ég er að nota núna og það er virkilega farið að fara í taugarnar á mér. Ég er með einhverja óljósa hugmynd um hvernig veskið á að vera og hef á síðustu vikum gengið búð úr búð í von um að finna hið fullkomna veski, sem hefur ekki tekist hingað til.
Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég myndi aldrei finna það, að það væri bara til inni í höfðinu á mér. Það er að segja þangað til í gær, þegar ég sá þetta...
THE BAG...í fanginu á annari konu í metroinu, ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið sár.
En afþví að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig þá ákvað ég að gleðjast yfir því að veskið væri yfir höfuð til í raunveruleikanum, and where there's one, there is usually another, you see. Ég hélt því beint heim í tölvuna og googlaði orðin " red leather bag" and what do you know, ég fann hana. Og ekki nóg með það, þá er líka hægt að kaupa hana á netinu!!!
Ég varð reyndar dálítið hissa að sjá verðið, 350 dkr = 3500 ísl kr, sem er alls ekki mikið fyrir leður tösku. Þið getið ímyndað ykkur gleði mína, loksins loksins, hin fullkomna taska just with in reach. Sem betur fer ákvað ég að athuga hver sendingakostnaðurinn væri frá Englandi til Danmerkur í þann mund sem ég teygði mig eftir vísakortinu. (Tókuði eftir þessu? Frá Englandi til Danmerkur)
Ég fattaði semsagt á síðustu stundu að upphæðin sem ég var búin að vera að horfa á var ekki í dönskum krónum heldur í ENSKUM PUNDUM, og 300 pund eru ekki 3000, heldur 30.000 ísl kr!!!!!
Í stuttu máli, þá ákvað ég að kaupa ekki töskuna, og leitin heldur áfram...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hahahaa
That er ekkert audvelt ad finna hina fullkomnu tosku, einhverja sem madur nennir ad vera alltaf med ser og fittar vid allt.
Gangi ther vel i leitinni miklu.
Kvedja,
FSJ
mmmm just out of reach er neikvætt
Það er rétt hjá þér. Ég skal laga það núna (og ég sem var að reyna að sannfæra mentorinn minn um að ég væri spreng lærð í enskum málvísindum og ætti því skilið að hlaupa yfir eitt ár :/ )
Maður á bara að eiga margar ódýrartöskur þegar maður á ekki fyrir fínu leðurtöskunum Oft mikið að finna í H&M (að sjálfsögðu) Asseroís, Zöru og Friis og Company!! Mæli með að þú kíkir þangað!
Þegar ég sagði búð úr búð, þá meinti ég að sjálfsögðu allar þessar búðir, og ég finn ekki neitt. Mun samt halda áfram að leita þar að sjálfsögðu.
...............
Vil einnig árétta að ég mun aldrei kaupa mér tösku fyrir 30. þús. ég fer helst ekki yfir fimmþúsund kallinn.
ég á trilljón töskur.. mér finnst mjög kaman að kaupa töskur og fólki virðist líka hafa gaman af því að gefa mér töskur... það er bara að opna hugan... finna eitthvað praktískt og ódýrt sem lítur ágætlega út.. rauð leðurtaska er kannski erfið... oft gaman að fara á einhverja markaði.. eða í furðubúðir..
p.s ég þoli ekki að þurfa að skrifa þessa stafi þegar ég kommenta!!!!
Skrifa ummæli