fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Heilabrot

Það er erfitt að vera söngleikja nörd.
Ég er að pakka niður geisladiskunum mínum. Í gegnum árin hef ég dugleg að sanka að mér diskum á ferðum mínum í heiminn og mér telst til að ég eigi tæplega eitthundrað diska með tónlist úr söngleikjum (þá er ég bara að tala um þá diska sem innihalda heilann söngleik, ég á eftir að fara í gegnum safndiskana og fullorðinstónlistina).
Vandamálið við svona söfn eins og mitt er hvernig maður á að flokka þetta dót, möguleikarnir eru endalausir. Sumir diskanna eru merkilegir út á höfund tónlistar, aðrir út á höfund texta, og enn aðrir út á aðal eða aukaleikara í ákveðnum uppfærslum.
Svo er náttúrulega alltaf gamla góða stafrófsröðin, þá myndi ég fara eftir titlum. En þá gæti ég lent í vandræðum, þegar eftir tvö ár ég kem heim um jólin og mig langar að hlusta á ákveðið lag, en af því að ég hef ekki hlustað mikið á söngleiki í Danmörku þá man ég ekki hvaðan lagið er en man hver syngur það. Þá væri mjög þægilegt að geta farið í kassan merktann Michael Ball og þá þarf ég bara lesa á nokkra diska í staðin fyrir á alla hundrað!!!

Æi, kanski ég raði þeim bara í litaröð eins og ég gerði við Disney bækurnar mínar hérna einu sinni, þá verður allavega fallegt að horfa oní kassana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha litaröðin fær mitt atkvæði - ég raðaði bolunum mínum eftir lit þegar ég lagaði til í fyrradag - kom afar vel út :)

Nafnlaus sagði...

híhí...þið eruð fyndnar mér hefur aldrei dottið þetta í hug ;)

Snjósa