föstudagur, desember 16, 2005

2 dagar

Í kvöld smakkaði ég krókódíl og kengúru og borðaði sjö mismunandi súkkulaði eftirrétti,drakk barnakokteil, og fékk að tala ensku við englending og það var yndislegt.

Að öðrum og verri fréttum, þá held ég (þó ég þori varla að koma orðum að því) að yndislegi og fallegi, græni ipodinn minn sé dáinn. Það kviknar ekki á honum þegar ég ýti á hann og ekki heldur þegar ég sting honum í samband við tölvuna. Ég er í öngum mínum (so rearly get a chance to use that in a sentance) og veit ekki hvort ég feisa að fara í metroið á morgun á morgun án hans.
Svo er fjarstýringin horfin, og vetlingarnir mínir eru týndir.

fleira var það ekki...tveir dagar...

9 ummæli:

Anna sagði...

Nei annars það er í lagi með hann, þurfti bara að restarta honum.

Nafnlaus sagði...

Það var nú gott. Annars veit ég ekki hvernig þú ætlaðir að lifa flugferðina af.

Nafnlaus sagði...

Bíddu hvar voru svona kræsingar í boði?

Nafnlaus sagði...

Ja hvar fekkstu svona kraesingar? see you in two days :) Jibbikola

Anna sagði...

Skýrsla:

Veitingastaðurinn heitir reef´n beef og er ástralskur veitingastaður.
Krókódíll bragðast eins og kjúklingur, nema kjötið er grófara.
Kengúra, mitt á milli lambs og gæsar, aftur grófara kjöt.
Barnakokteillinn var namm.

Nafnlaus sagði...

i think you are telling lies !

Anna sagði...

Nei nei þetta er allveg hreina satt! Cross my heart.

Ég er búin að finna fjarstýringuna btw, en vetlingarnir eru enn týndir!

Ýrr sagði...

Maður á að setja band í vettlingana sina svo maður týni þeim ekki.

Anna sagði...

Það er líka satt, svo satt.