föstudagur, október 07, 2005

Loksins!

Eftir u.þ.b klukkutíma mun ég pakka saman tölvunni, hleypa loftinu úr vindsænginni og flytja með allt mitt hafurtask yfir síkið í nýja fína herbergið mitt.
Í nótt mun ég sofa alein í fyrsta skipti í mánuð.
Á morgun bý ég aftur í tómri íbúð með appelsínugulu plasthnífapörunum.

Ég hlakka dáldið til að byrja aftur upp á nýtt. Og ég kvíði fyrir að íbúðin verði pínulítil og ömurleg og að ég komist ekki á netið og að nágrannarnir verði leiðinlegir og háværir.

En hvað sem því líður mun ég hér eftir búa á:

Rantzausgade 40
2200 København N
Danmörku

Svona ef þið skilduð vilja senda mér bréf (eða skó)

2 ummæli:

Eygló sagði...

Til hamingju með flutninginn!! Svo heimta ég framhaldssögu af íbúðinni og helst myndir líka..:)

Anna sagði...

Það eru komnar myndir á myndasíðuna, skrifa meira á sunnudaginn, þegar allar búðir eru lokaðar og mér leiðist.