þriðjudagur, nóvember 15, 2005

What a lovely day.

Það er orðið kalt í Kaupmannahöfn og ég er farin að róast. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er alveg að koma heim (ekki það að ég sé farin að telja dagana or anything) eða bara af því að mér líður yfirleitt alltaf vel um þetta leiti. Eða kannski er það bara vegna þess að það er farið að kólna, og ég er nú einusinni íslendingur, verst að ég á bara staka vettlinga.
.............Hluti af þessu er að sjálfsögðu líka að nú er nóg að gera. Í dag, til dæmis, var ég að þvælast í bænum með Hillu sem var í heimsókn og í til efni af því hittist útibúið á kaffihúsi, þar sem við sátum í nokkra tíma catching up og svona. Ég fylgdi þeim líka í hinar og þessar búðir og náði m.a að kaupa eina jólagjöf (og gallabuxur og skyrtu handa mér).
Og talandi um jólin, þá er byrjað að skreyta bæinn og í mæ god!! Mér leiðist að segja það, en það er svo miklu flottara heldur en á Laugarveginum. Svo er hinn almenni borgari líka byrjaður að skreyta, ég taldi tvær gluggaseríur í dag og svo er byrjað að spila jólalög í búðum.
Næst á dagskrá er að sjálfsögðu að læra og lesa og vera dugleg, en svo á Gaui líka afmæli á laugardaginn, og Harry Potter að koma í bíó sem er spennandi, og svo... ja svo er komin Desember og þá á ég afmæli, og fer í jólatívolí og svo kem ég heim og þá ætla ég að baka smákökur, kaupa jólatré, knúsa köttinn minn, fara í jólapartý og vaka heila nótt og borða mat og svona.

Og já, gleymdi næstum...

BY POPULAR DEMAND, daddararammm.......Sjáðu Helgi minn, þetta var ekkert hættulegt. En mikið rosalega verð ég glöð að komast í klippingu.

6 ummæli:

Erna María sagði...

klippa?!?! mér finnst þetta kúl!!

Nafnlaus sagði...

hmm... ekkert mikið rautt... bjóst við svola lilla/fjólublá/bleik -rauðu... :Þ
Nenniru að taka myndir af jólaljósunum? , mér finnst svolleis svo skemmtilegt :)
Snjósa

Nafnlaus sagði...

taktu margar myndir af jólaljósunum! alls konar

en farðu varlega í klippinguna, ekki taka of mikið. það er flott að vera með mikið hár!
heli

Nafnlaus sagði...

Þetta er hrein ekki mikið rautt. Er það lýsingin eð er litnum eitthvað misskipt? Njáll biður að heilsa

Anna sagði...

Sko þetta er bara skol og ég var búin að þvo það einusinni þarna, en svo er það líka lýsingin.

Nafnlaus sagði...

Mer finnst thetta flott svona