fimmtudagur, desember 01, 2005

Loksins

Ég sakna þess að hlæja, þá meina ég að hlæja svo mikið að maður er næstum því búinn að æla og nær ekki andanum.
Ég sakna þess að geta bullað í fólki sem ég þekki ekki vel (og líka þeim sem ég þekki) og ég sakna þess að vera innanum fullt, fullt af skemtilegu fólki.
Ég sakna vina minna og fjölskyldu, og ég sakna þess að knúsa köttinn minn og kúra hjá honum á nóttunni.
Ég sakna þess að dansa og syngja í partýum og koma heim snemma um morgun örþreytt og illt í fótunum.
Ég sakna þess að syngja, og ég sakna kórsins míns og laganna sem við sungum, og ég sakna altarinnar og ég er meira að segja farin að sakna Tuma.
Ég sakna bleika bílsins og ísbíltúra.
Ég sakna þess að fá 7 knús á dag og að vera alltaf með hor á öxlunum og mat í hárinu.
Og ég sakna þess að vita að Esjan sé öruglega, pottþétt á bak við skýin.

The officiall countdown has begun:
Ég kem heim eftir 17 daga.

(Loksins loksins má ég byrja að telja)

6 ummæli:

bryn sagði...

19 dagar hjá mér!!!!!

Ásdís sagði...

alltaf gott að hlakka til.. en ekki láta þér líða illa af tilhlökkun

Nafnlaus sagði...

UUU ja eg hlakka lika til :)

Nafnlaus sagði...

16 dagar eftir

Njáll

Nafnlaus sagði...

Það verður gaman að sjá þig.. allavega ef..

heli

Anna sagði...

Hvað meinarðu ef????