fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Jæja elskurnar

Eins og þið hafið vonandi tekið eftir þá eru tenglarnir smátt og smátt að týnast inn, tók ekki nema hálft annað ár (tæplega). EN ef ykkur langar til að hafa kommur og íslenska stafi í nafninu ykkar þá verðiði að segja mér hvernig það er gert. Notið bara kommentakerfið eða eitthvað.
Annars er það helst í fréttum frá Kaupmannahöfn að það er loksins farið að rigna almennilega. Sem er eins gott, það er neblega búið að vera sól meira eða minna síðan ég kom, og svona stabílitet í veðrinu á ekki við mig ( sem er kannski skrítið því annars þoli ég illa breytingar í lífinu?). Og svo á ég líka svo fín gúmmístígvél sem mér finnst gaman að nota.Allavega, þá fór ég í mat til Sigga og Sigrúnar á þriðjudaginn og afþví að það var rigning fór ég í stígvélin mín og tók með mér regnhlíf og ipodinn minn, eins og ég geri alltaf þegar ég fer í strætó. Vandamálið er að þegar ég hlusta á tónlist get ég alls ekki verið kjur, bara alls ekki. Þar að auki, þá finnast mér pollar alveg sérlega ómótstæðilegir þegar ég er í stígvélum.
Strætóinn sem ég tek stoppar á götu rétt hjá húsinu mínu, beint fyrir framan vinsælan tælenskan veitingastað, með stórum gluggum.
Þegar ég rankaði við mér var ég búin að hlusta ca. tvö frekar taktföst lög og sulla vandlega uppúr tveimur drullupollum, og ég er nokkuð viss um að ég hafi sungið með á tímabili.
Sem betur fer kom strætó fljótlega eftir þetta.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm ég pósta nýju stígvélunum mínum, síðan þú og bryn. guess i'm a trendsetter ;-)

Nafnlaus sagði...

Voða fín. Voru ekki til með rósum?

Nafnlaus sagði...

Tónlist er ekki til að vera kjurr við!

Nafnlaus sagði...

Mig langar að vera með á tenglalistanum:) www.coco.andhiminn.org

Nafnlaus sagði...

Viti menn. Svo refreshaði ég síðuna og sá að ég var nu þegar með á listanum! Halelúja:D vúhúúú