fimmtudagur, desember 02, 2004

Desember

Er tími kertaljósa, baksturs, prófa, partía, Laugarvegarins, jólaljósa, afmælis, bóka, jóla og gjafa, já gjafa. Nú vill svo til að ég á afmæli í desember, nánar tiltekið þann 13. Þetta hefur haft í för með sér gífurlegt gjafaflóð í desember eins lengi og ég man eftir mér. Reyndar hefur það minnkað þó nokkuð síðustu ár og þykir mér það ákaflega leiðinlegt því ég hef ákaflega gaman af því að fá pakka sérstaklega fallega pakka.

Frekja? kannski, en mér finnst líka gaman að gefa pakka og pakka þeim inn svo ég vil meina að þetta vegi upp á móti hvort öðru.

Það er samt erfit að gefa vel hepnaðar gjafir, mér tekst það ákaflega sjaldan en þegar það tekst er það miklu skemtilegra. Þess vegna hef ég ákveðið að setja hér inn lista yfir allt sem mig langar í (í heiminum). Ég ætlast að sjálfsögðu ekki til þess að mér verði gefið allt á þessum lista, það gæti orðið soldið erfitt þar sem hann er laaangur, en hann er frekar hugsaður til þess að gefa hugmynd um það sem mig vantar og langar í og hvernig ég er.

Frekja? kannski, en það er miklu skemtilegra að eyða peningunum sínum í eithvað sem virkilega kemur að gagni og þar sem ég hef hef síðustu á ár haft yfir umsjón með jólagjafainnkaupum tveggja heimila veit ég að það er oft hund erfitt að láta sér detta eithvað skemtilegt í hug, sem getur gert innkaupin ákaflega stressandi. Þess vegna er ákaflega sniðugt að vera bara með lista yfir það sem viðkomandi langar í og þá getur maður frekar einbeit sér að því sem virkilega skiptir máli í jóla innkaupunum þ.e.a.s. jólaljós, heitt kakó og vöflur með rjóma.

Sjáiði, ég er að gera þetta allt fyrir ykkur elskurnar og ykkur er að sjálfsögðu frjálst að létta mér lífið í desember og henda inn óskalistunum ykkar hér fyrir ofan.
Annars var ég að hugsa um að gera alla að heimsforeldrum og þá geta allir gefið og þegið á sama tíma, sem er að sjálfsögðu hinn sanni andi jólanna.

Engin ummæli: