"The grand old man" í danskri kvikmyndagerð er dáinn.
Erik Balling, faðir Matador þáttanna, Olsenbandsins og á sínum tíma yngsti framkvæmdarstjóri Nordisk Film, dó í gær á heimili sínu eftir huggulegann frokost með vinum sínum, ágætis dauðdagi að mínu mati. Hann var áttræður.
Þar sem ég á þessum manni mikla skemtun að þakka ákvað ég að minnast kallsins með því að horfa á Matador þættina sem ég á hérna úti. Palads kvikmyndahúsið á Akseltorv flaggaði í hálfa stöng, það fannst mér kúl.
.................................
Ég er að fara á Harry Potter í kvöld og er að deyja úr spenningi. Ég er búin að passa mig á því að slökkva á sjónvarpinu í hvert sinn sem sýnt er úr mýndinni og hef varast að skoða myndir úr henni á netinu. Við erum að fara sex saman og keyptum miðana á netinu fyrir tveimur dögum síðan.
Það er nefnilega allt uppselt og í dag þegar ég fór í bæinn að sækja miðana var bærinn fullur af fólki sem hafði ekki hafði gert ráð fyrir þeim möguleika og æddi á milli bíóa til að reyna að redda sér miðum. Þetta var allt frá litlum drengjum á hjóli og barnafjölskyldna til miðaldra karlmanna og kærustupara,
.................................
.................................
Mér er kalt, í fyrri nótt svaf ég í ullarpeysu og ég er alvarlega að íhuga að kaupa mér griffluvetlinga til þess að nota innandyra því mér verður alltaf svo kalt á puttunum þegar ég er í tölvunni.
Og svo er ekki einusinni frost!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Mig langar að sjá Harry Potter!!!
HVERNIG ER ÞETTA ER EKKI FARIÐ AÐ KINDA Í HÚSINU ÞÍNU?
Já, hvernig er með kindurnar í húsinu þínu? Hvar eru þær?
Prófaðu að sofa með húfu líka. Meirihlutinn af hita líkamans fer víst út um höfuðið, sagði mér vitur maður.
Kveðja, kuldaskræfan
Skrifa ummæli