Á dögum eins og í dag er það þess virði að búa í útlöndum, því eins og mér var tilkynnt með smsi frá íslandi, uppúr klukkan tvö í nótt (eða var það eitt) var klukkunni seinkað um eina klukkustund í nótt. Því gátu evrópubúar með góðri samvisku sofið klukkutíma lengur í morgun, eða eins og ég gerði sofið til ellefu, vaknað og sofið svo aftur til ellefu. Gasalega þægilegt.
Síðan ég vaknaði hef ég semsagt verið að stilla klukkurnar mínar og í hvert sinn fæ ég svona róandi tilfinningu í magann og brosi með sjálfri mér. Ég er líka að uppgvötva hvað það er mikið af klukkum í kringum mann, 6 bara á þessum 20 fermetrum sem ég bý á. Reyndar virðist úrið mitt vera myglað saman þannig að ég get ekki breytt því (án gríns, gæti m.a.s þurft að kaupa mér nýtt við tækifæri, æ æ).
Það eina sem ég skil samt ekki í þessu öllusaman er, afhverju er ekki klukkunni breytt aðfaranótt mánudags, þegar maður virkilega þarf á þessum auka klukkutíma að halda?!
sunnudagur, október 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ja thad var yndislegt ad sofa ut en samt vakna snemma!! Snilldin ein:)
ert þú ekki í USA Fríða?
ohh, afhverju er þetta ekki gert á Íslandi, og afhverju getur maður ekki gert þetta eftir hentugleika???
Maður spyr sig.
jubbs eg er i usa...
meira svona check this out: frida.bloggari.com
Skrifa ummæli