miðvikudagur, desember 07, 2005

stuff

Í tilefni af því að ég á afmæli eftir tæpa viku ( þriðjudaginn 13. des kl 22 eitthvað) og því að jólin eru á næsta leiti þá er ég búina að klambra saman lista yfir það sem mig langar í. Þessum lista er helst beint að fjölskyldu minni sem kann að hafa af honum nokkuð gagn, en einnig svo að mínir ástkæru vinir viti nokkurn vegin hvers er ætlast til af þeim um jólin, þ.e.a.s að skemmta mér eins og best þeir mega ( no pressure or anything). Listin var heldur erfiðari í vinnslu þetta árið, miðað við árið í fyrra, og mun væntanlega taka nokkrum breytingum þegar fram líða stundir, því ég er alltaf að kaupa óvart sjálf það sem er á honum.
Þar að auki vil ég benda á að þó að mér finnist ótrúlega gaman að fá pakka, þá verð ég líka alltaf glöð þegar einhver man eftir afmælinu mínu og segir mér frá því.

Ok þá er það frá

Það er helst í fréttum að ég er í próflestri eins og aðrir, því þó svo að mitt próf sé ekki fyrr en 3. jan vil ég vera búin sem mest áður en ég kem heim svo ég hafi tíma til að njóta þess að vera heima og jólast. Sérstaklega þar sem að ég er búin að vera að bíða eftir því að komast heim síðan 29. ágúst, þegar ég lenti á Kastrup ( svona on and of) en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur.
Svo rifnuðu góðu gallabuxurnar úr Gap, sem ég keypti á 5 pund í sumar, svo nú á ég bara einar gallabuxur. Ég var á Nörreport, að fara að hjóla heim og sem ég var að sveifla fótleggnum yfir hjólið fann ég ( og heyrði) hvernig stór rifa myndaðist þvert yfir rassinn á mér, og lá við að önnur skálmin dytti niður fótlegginn á mér.
Þetta kenndi mér að of mikið hjólerí er ekki hollt fyrir gallaefni, því það spænist upp vegna núnings við hnakkinn.
Nýjustu gallabuxurnar eru sem betur fer nokkuð safe í bili því mér tókst, af minni alkunnu snild að snúa mig um ökklann á jafnsléttu í gær og get þess vegna ekkert hjólað.

dúmsí dúms...

ú já ég gekk í HM klúbbinn um daginn og tilboðin svoleiðis hrúgast upp, mjög spennandi. Ég ætti því að geta reddað nýjum gallabuxum fljótlega.

Meira var það nú ekki í bili, annað en að minna á jólakortin, ég set þau í póst á morgun eða hinn, og það eru 3 eftir í pottinum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÉG reyndi óspart að kommenta hérna í gær en nettengin mín var í fýlu og át kommentið.

Sem sagt ætlaði ég að óska þér til hamingju með félagsaðildina í H&M klúbbnum, ætli ég gangi ekki í hann strax í febrúar!!