Ég er orðin svo leiðinleg og þurr eithvað að ég get ekkert skrifað hérna lengur.
Það er ekki vegna þess að ég hafi ekkert að skrifa um, það er fullt að gerast. Hilla kom við í gær, ég hélt fyrirlestur í gær sem gekk vel, got a few laughs og svona. Svo fór ég í dag og keypti mér gallabuxur, sem svo rifnuðu þegar ég kom með þær heim.
Ég gæti líka sagt ykkur frá því sem ég ætla að kaupa mér áður en ég kem heim, og stemmningunni í Kaupmannahöfn sem er skemmtileg þessa dagana. Eða uppáhalds kennaranum mínum sem er allveg eins og lítil hobbitakelling nema ekki berfætt, og minnir mig á hvers vegna ég fór að læra þetta in the first place. Svo langar mig líka að segja frá Mads mestakrútti, sem er málfræði kennarinn minn og er allveg eins og Harry Potter, nema fullorðin. Ég þarf líka einhvertímann að klára lýsinguna á skólanum mínum sem ég get ekki klárað því hvernig sem ég reyni þá deyr textinn þegar ég er komin ákveðið langt.
Allt þetta plús basic fréttir býður eftir að verða skrifaður en kemst ekki út.
Mig langar að halda áfram en ég nenni ekki að skrifa eithvað sem mér sjálfri finnst leiðinlegt. Hvað á ég að gera???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hvenær ferdu til islands? og hvenær tilbaka?
Eg flyg 20 des út og kem aftur 3 jan.Med icelandair....bara ad pæla hvort vid verdum samfó;)
Nei min skat ekki í þetta sinn. Fer heim 18. og kem aftur 2. er að fara í próf 3. jan.
Gerdu thad...segdu fra :)
þetta er bölvun bloggsins, ef það er mikið að gerast þá vilja fingurnir ekki setja það inn. maður ætti kannski að reyna að skirfa með nefinu
segðu frá segðu frá
ohh, ég skil þig svo vel. Ég er óttalega andlaus líka þessa dagana.
Takk fyrir sidast!!! Og sjaumst a thirdudagin!!
Annars fann eg H&M i Pollandi :)
Ja tetta var eg hilla tarna fyrir ofan..... thessi polsku lyklabord....
Skrifa ummæli