mánudagur, nóvember 07, 2005

Damnation!

Ég ætlaði að skrifa fyndna og skemmtilega frásögn af jólabjórnum og tilstandinu í kring um hann, en bloggerinn virkaði ekki svo ég nenni því ekki. Þið verðið bara að láta ykkur nægja myndirnar.

Annars er ég bara nokkuð hress. Tíminn er allt í einu farinn að líða, og fyrr en varir verð ég komin heim. Ég er löngu byrjuð að skrifa niður hvað ég ætla að taka með mér, og hvað ég ætla að gera þegar ég loksins kem heim, og ég treysti á að mér verði skemmt allann tímann. Svo er ég að fara að flytja fyrirlestur í skólanum í fyrsta skipti á miðvikudaginn og Hilla kemur þá um kvöldið, allt að gerast.

Í Danmörku er það helst að gerast að Norska konungsfjölskyldan er í opinberi heimsókn og strætó flaggaði af því tilefni. Þessi heimsókn hefur reyndar farið eitthvað hljótt, því þegar ég hjólaði í skólann í morgun datt mér helst í hug að krónprinsessu hefði fæðst annar sonur, því ég hef búið í Danmörku nógu lengi til þess að vita að konungsfjölskyldan á öll afmæli á fyrrihluta ársins. Nema þessi yngsti, en það var einmitt þá sem var síðast flaggað, þegar hann fæddist.

Annars er dáldið gaman að fylgjast með svona heimsóknum. Allar veislur eru sýndar í beinni útsendingu á DR1 svo fylgist maður með fólkinu skála og borða og halda ræður og á meðan lýsa sjónvarpsþulirnir öllu sem gerist eins og á fótboltaleik. Það kætti mig samt óskaplega þegar ég tók eftir Mary prinsessu undir ræðuhöldunum. Ekki af því að mér þætti gaman að sjá hana sérstaklega, heldur vegna þess að það var svo greinilegt að hún skildi ekki boffs í ræðunum.
Henni tókst reyndar að feika það ágætlega svona framan af en eftir smá stund var hún alveg búin að missa þráðinn og svo þegar norski kóngurinn sagði rosalega fyndinn brandara (seriously, drottningin öskraði af hlátri) þá rétt tók hún við sér og brosti. Annars sat hún bara með svona frosinn svip sem átti að sýna svona amused interrest, nákvæmlega eins og ég geri alltaf í kring um dani. Ég er mjög fegin að sjá að þetta er ekki bara ég.

4 ummæli:

Ýrr sagði...

Jæja, ég er búin að skoða myndirnar. Ég vil samt fá sögu vinan!! þú verður að segja hvað er að gerast þarna úti!

Nafnlaus sagði...

hahahahhaha ég vildi sjá dönsku drottninguna öskra úr hlátir!!!

Aumingja Mary, hún er eins og versti varamaðurinn í fótbolta er settur inn á á ögurstundu og skýtur fram hjá markinu!! En gott að geta huggað sig við þetta þegar maður kemur sjálfur út!

Jólabjór jei jei jei hér kem ég!!

Anna sagði...

Veistu Ýrr þetta er alveg rétt hjá þér, ég er ekki að gera þetta nógu vel lengur. En það er bara ekkert að gerast.

Nafnlaus sagði...

Vaeri nu alveg til i ad kikja til ykkar eina helgina...en thad verdur vist ad bida betri tima. Koben er yndi! Hja mer er nuna rigning og margar stelpur i fallegum stigvelum. Kv. FSJ