laugardagur, september 03, 2005

Yess yess yess

Komnar með netið, þó stopult sé (er nánast viss um að ég sé að stela tengingu frá einhverjum öðrum, but you know) en aðal atriðið er að ég reddaði þessu allveg sjálf.
Nakti maðurinn var ekki úti í glugga í gær því það vr rigning en ég mun hafa augun hjá mér í framtíðinni, en nei hann var ekki flottur og Eygló ég held að hann hafi verið að lesa en ég er ekki viss því hann snéri baki í okkur.
Annars hefur lítið breyst síðan síðast annað en það að við höfum eignast þrjú glös og appelsínugulplasthnífapör úr Tiger, sem er gott. Fórum svo út í gær með stelpunum úr bekknum og það var voða gaman.
Um helgina er stefnan tekin á að haga sér eins og túristar og fara í HM, tívolí og dýragarðinn, og ég set kannski inn myndir af því eftir helgi ef netið verður samvinnuþýtt.

Nú eins og glöggir menn hefa tekið eftir þá er símanúmerið mitt vitlaust hér á undan en það er 004527-3-45509, svo nú geta allir sem ekki eru búnir að setja það inn hjá sér gert það núna...
...
Búin? ok

Annað var það nú ekki í bili, veriði dugleg að blogga elskurnar svo við getum fylgst með ykkur.

Anna

p.s Hilla ég er búin að hlusta mikið á geirfuglana ;)

6 ummæli:

Eygló sagði...

Þú ættir kannski að hekla eins og eina lendaskýlu á allsbera manngreyjið.
Til hamingju með hnífapörin-örugglega jafn flott og þau hljóma!! Bíð spennt eftir myndum :)

Nafnlaus sagði...

ég vissi að það væri 3, það hlaut að vera, passa uppá númerið sitt.

louie

Nafnlaus sagði...

nu er eg loksins buinn ad fatta fyrirsognina a sidasta bloggi!
meget kort!!!
eg helt tetta vaeri eitthvad simakort eda eitthvad en tetta er nottla danska! stuttur

heli

Soffía og Þóra sagði...

hæ elsku anna!!
gaman að heyra frá þér í köben, mér finnst hljóma vel að vera fátækur námsmaður í kóngsins köben...;)veit ekki hvort ég komi í október en ef svo er hef ég samband..
:soffa dóra litla

Nafnlaus sagði...

hahaha meira að segja ég fattaði fyrirsöginina Meget Kort!!

Annars var ég að reyna tala dönsku um helgina en Danirnar hlógu bara að mér!!!

gott að þú er glöð með Geirfuglana og er sammála því að þú ættir að hekla lendarskýlu á naktamanninn!!

Bið að heilsa H&M!

Anna sagði...

En ég kann ekki að hekla!