Mér er byrjað að finnast danskar pulsur góðar.
Ég drekk ´Dansk vand med sitrus´ í öll mát.
Ég er farin að bera fram t með dönskum hreim og segi því "eigum við að tsaka tsíuna í tsívolí?"
Þegar ég stíg út úr strætó lít ég ósjálfrátt fyrst til hægri til að gá hvort það sé hjól að koma.
Ég er að verða nískari en andskotinn, t.d finnst mér fáránlegt að borga meira en 149 dkr fyrir peysu.
Ég er gjörsamlega, allveg hætt að vera fyndin.
laugardagur, nóvember 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já en þetta finnst mér voða findið
þetta boðar ekkert nema gott.... þú ert að aðlagast Danmörk og það er gott ef þú ætlar að vera þarna í langan tíma..maður verður að hugsa eins og samfélagið í kringum mann til þess að finnast að maður eigi heima í því... þó að hjartað muni alltaf pumba íslensku víkingablóði um æðarnar..
nettó selur bæði öl og prins. þannig að þú veist hvert þú ferð til að taka næsta skref (svo fer ég alveg að hætta að senda þig útí búð)
Danir geta tekið virðinguna og frelsið og örlætið - en þú verður alltaf fyndin ójá!
heli
Skrifa ummæli