fimmtudagur, september 01, 2005

Meget kort!

Verð að vera snögg því ég er í lánstölvu:
Við Kristín sofum á tveimur vindsængum í tómri íbúð.
Eigum eitt bjórglas sem Kristín stal af bar og ekkert annað. Höfum þessvegna borðað mikið úti og sem betur fer er mikið af kebab stöðum í kring um okkur.
Skólinn er indæll, verðum í bekk með 37 öðrum, þar af eru tveir strákar (menn).
Erum ekki í tölvusambandi en vorum að fá dönsk símanúmer.
Búnar að skrá okkur inn í landið.
Förum í tivolí og dýragarðinn um helgina með íslendingaklíkunni okkar.
Er ekki komin nálægt því að fá íbúð og ætla að fara að leita á leigumarkaðnum eftir helgi, látið mig vita ef þið vitið um eitthvað.
Símanúmerið mitt er 004527245509. Allir að setja það inn í símana sína og senda mér sms reglulega.
....
ummm... já og í dag í skólanum mínum sat allsber maður úti í glugga.

Ég held að það sé ekkert fleira, sakna allra og vona að allir sakni mín.

Kv Anna

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru engar búðir sem selja glös í nágreni við ykkur? Amk. plastglös?

Njáll er búinn að yfirtaka rúmið mitt. Hann heldur að ég sé dína fyrir hann.

Kveðja
mamma

Nafnlaus sagði...

Þetta er svo spennandi! hey, það er alltaf ráð að fara bara í ikea og kaupa plastdiska og glös á skid og ingenting;)

Eygló sagði...

Hvað er málið með þig og þessa karlmenn í kringum þig?! Hvað var manngreyjið að gera klæðalaust úti í glugga?? Eins gott að hann hafi verið flottur..
Þið verðið eiginlega að kaupa ykkur eitt rör í glasið ykkar..hahaha

Nafnlaus sagði...

Hahahah eitt bjórglas!! Þið gerist bara heimilskettir hjá einhverjum sem á glös og kannski líka diska og svoleiðis!

En hvað var maðurinn að gera alsber útí í glugga?

Nafnlaus sagði...

AThugið það er villa í símanúmerinu Það á að vera: 004527-3-45509

Nafnlaus sagði...

sakna yðar að sjálfsögðu! Hef ekki haldið á neinum kössum í næstum viku!

heli..