þriðjudagur, ágúst 23, 2005

frh.

"féllstu strax fyrir honum"?

"Já, alveg strax"

"varstu búin að máta marga"

"Já svona þrjá fjóra"

Ég var ofsalega mikið að hugsa um annað þegar þetta samtal átti sér stað í ógeðisþættinum já núna rétt áðan. Þessvegna hélt ég að brúðurin og þáttastjórnandinn væru að tala um eiginmanninn tilvonandi og var alveg byrjuð að hneykslast á því hvað konunni kæmi það við hvað brúðurin hefði sofið hjá mörgum á undan manninum sínum þegar ég leit á sjónvarpið og áttaði mig á því að þær voru að tala um helvítis BRÚÐARKJÓLINN.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha

Ýrr sagði...

já já, maður kaupir ekki skóna án þess að máta þá...... ;)

Bidda sagði...

Góður!