mánudagur, október 10, 2005

Litlir kassar...

Ég held að ég sé næstum því allveg tilfinningarlaus í kroppnum. Ég get bara hreyft hægri hendina.
Ég og litli Ikea gaurinn vorum að enda við að bera 40.000 krónur af dótti hingað upp til mín. Ikea dót er þungt.
Ég var að sjálfsögðu búin að snúa upp á handlegginn á Kristínu að koma og hjálpa (ekki fast notlega annars hefði ég ekki getað notað hana), og Siggi var á standby. En málið er að af gefinni reynslu vissi ég að þegar Ikea menn segja milli sex og níu, þá meina þeir hálf tíu. Hvernig átti mér þá að detta í hug að litli ikea gaurinn minn yrði mættur fyrir utan hjá mér á slaginu 18:00???
Þegar allt var komið upp og litli maðurinn var farinn var ég eins og tómatur í framan, með hárið út um allt og svo rennandi blaut af svita að ég leit út eins og ég hefði lent í rigninu. Að sjáfsögðu hittist það svo þannig á að allt fólkið í húsinu, sem ég hef hvorki séð tangur né tetur af hingað til, þurfti endilega að eiga leið hjá rétt í þann mund sem ég var að pufast þetta.
Nice.
Ég held að ég verði að fara að fá mér allvöru mann, ég get ekki staðið í þessari vitleysu lengur.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

KOMST ALLT ÞETTA DÓT FYRIR OG KEMST DÓTIÐ SEM ER Á LEIÐINNI LÍKA FYRIR?

Anna sagði...

Já já nóg pláss.

Ásdís sagði...

Alvöru mann ??? var þetta gerfimaður sem bar upp kassana.. ég ekki vera að skilja þetta

Nafnlaus sagði...

djofullinn ad missa af tessu!
heli

Ýrr sagði...

ég skil þetta sko alveg.
Alvöru mann sem er ekki einhver lítill gaur úti í bæ sem vinnur hjá IKEA.

Alvöru mann sem er alvöru maðurinn hennar Önnu.

Mér fannst þetta allt saman mjög skýrt.

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að fá myndir af herlegheitunum.

sök

Nafnlaus sagði...

Litli Ikea maðurinn var kannski svona eins og hann Þorlákur mannstu Ásdís?

Anna sagði...

Aðeins stærri.