þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Okkur Njáli þykir gott að kúra á morgnanna...of gott. Þetta endalausa kúr er nefnilega að valda því að ég er alltaf of sein. Sein í strætó, sein í skólann, sein í vinnuna, sein í allt. Þrátt fyrir tvær vekjaraklukkur og nagandi samviskubit tekst mér ekki að hafa mig á fætur á morgnanna. Þess vegna langar mig að biðja ykkur kæru lesendur um greiða.
Ef skyldi vera að það leyndust á meðal ykkar morgunhanar sem af einhverri ástæðu leiðist á morgnanna hvernig væri þá að drepa tíman með því að vekja mig.
Vakningin getur verið í formi sms sendinga, símtala eða jafnvel bara koma hem til mín og draga mig fram úr rúminu.

Skal fara fram sem hér segir:
Mán: kl 10
þrið: kl 9
mið: kl 10
fim: kl 7:50
föst: kl 8:30
helgar...jaa svona milli tíu og ellefu

Með fyrirfram þökk. Anna


4 ummæli:

holyhills sagði...

þetta væri sjálfsagt mál, en þar sem ég er nú sjálfur aldrei farinn á fætur fyrir 11 þá get ég ekki orðið við bón þinni. Væri samt helvíti gaman að dúkka upp einhvern morguninn með kalda vatnsfötu og sketta á þig, það er aldrei að vita.

Nafnlaus sagði...

Bíddu bara þetta á eftir að koma þér í koll, er vissum að HolyHills er ekki sá eini sem er að hugsa um vatnsfötu!!
Hilla

Anna sagði...

Ha! Fríða reyndi nú einu sinni að vekja mig með kaldri vatnsgusu en það dugði nú ekki til, þið verðið að láta ykkur detta eithvað betra í hug.

Nafnlaus sagði...

HAhaha gerði ég það - hvílík hugmyndaauðgi :)

Fríða