Fátt er betra í lok góðs dags en að skríða undir sæng í hreinu rúmi í jólanáttkjólnum, með kettinum sínum. Já þessi dagur var góður. Reyndar gekk ansi margt á afturfótunum en það þýðir bara að hið góða var MJÖG gott, og allt var það þessum stórkostlega kór að þakka.
Kórinn minn var neblega með stórkostlega tónleika í dag og ekki einn heldur tvo. Við ykkur sem ekki keyptuð miða vil ég segja, in the best possible way, Kjánar! því þið misstuð af einstakri upplifun, og ég er ekki að reyna að vera fyndin. Ég ákvað að vera skynsöm og syngja bara á öðrum tónleikunum vegna raddleysi og svo hefur hægri fóturinn á mér ákveðið að eldast skyndilega um u.þ.b 60 ár svo ég ákvað að ofbjóða honum ekki greyinu með því að standa í tvisvar sinnum 40 mín. Skynsemin upp máluð. Ég sat því aftast, titrandi stressuð fyrir þeirra hönd og horfði á.
Ok ég skal allveg viðurkenna að fyrri tónleikarnir voru kannski ekki frábærir (svona rétt sluppu fyrir horn) en þeir seinni, ó mæ god þeir seinni voru svo góðið að m.a.s Pabba mínum fannst gaman, and that is saying something. Það er yndisleg tilfinning þegar eitthvað sem maður hefur unnið að svona lengi, bara virkar svona fullkomlega! Ef þið eruð farin að sjá eftir að hafa ekki komið þá skuluð þið ekki hafa áhyggjur, ég get reddað ykkur upptöku.
Það var eithvað um þetta leiti sem skynsemin fór halloka (eða eikvað) fyrir sæluvímunni sem fylgir vel hepnuðum tónleikum. Eftir tónleikana fórum við á Broadway og fengum okkur að borða og drekka, aðalega drekka eins og kórnum mínum einum er lagið, en það var líka sungið og ég söng með. Skynsemin sagði mér " Anna nú ert þú búin að missa af tveimur söngtímum í röð vegna raddleisis, ekki syngja með" hin hliðin á mér sem kviknar á eingöngu þegar kórinn fer að djamma og ég held að hljóti að búa í vistra heila hvelinu, hélt áfram að syngja.
Það var þessi sama hlið sem ákvað að labba niðrí bæ á lösnum fæti og lét mig fara að dansa þegar þangað var komið,en þó ekki fyrr en ég var búin að taka tvö staup af brennuvíni! thank you I'm very proud :). Skynsemin náði svo aftur yfirhöndinni um kl 2 þegar ég var komin með í bakið af því að dansa þetta einhæfa spor sem sem ég gat dansað án þess að verða illt í fætinum og þá fór ég heim.
Eða ég reyndi að komast heim. Þegar ég var komin í leigubílinn stakk ég af rælni höndinni í kápuvasan og uppgvötvaði þá að ég var ekki með lykilin minn. Þennan lykil hafði móðir mín fært mér fyrr um kvöldið, því mér hafði tekist að gleyma töskunni minni heima hjá kynbombunni. Í þessari tösku eru; síminn, lyklarnir og hálsbrjóstsykur og nef sprey (bæði eithvað sem ég vildi gjarnan hafa við hendina núna), sem betur fer var ég með peninga veskið í vasanum. Þegar ég hafði lofað honum að ég myndi ekki stinga af fékk ég að sökkva inn og leita að lyklunum, sem lágu á gólfinu undir fullu fólki og yfirhöfnunum þeirra, á meðan hann beið. Nú hélt ég aðég myndi komast heim án teljandi tíðinda en þegar ég ætlaði að fara að borga neitaði posinn í bílnum að taka kortin mín, og ég sem á fullt af pening aldrei þessu vant! Ég held samt að hann hafi ekki trúað mér þegar ég sagði honum það en hann fékkst þó til að reyna áfram þangað til það gekk.
Nú ligg ég uppi í rúmi með dúndrandi verk í löpinni og sá í hálsinum og mér er bara alveg sama, því það er langt síðan ég hef skemt mér svona vel í heilan dag. Þess vegna skrifaði ég svona mikið, því ég vil ekki gleyma honum en ég lofa að gera þetta aldrei aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Já! Þetta var svoooooooo gaman!!
Ohh þetta var svo skemmtilegt!!!
Hilla
Bring it on beibí, og þú getur bara sjálfri þér um kennt að hafa ekki komið á tónleikana!
Ég trúi ekki að ég hafi misst af brennivínsskotunum!!! En það er til mynd af þér að drekka ginið mitt í Skálholit!!! ;o)
Hilla
Er þetta góð mynd?
Skrifa ummæli