miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Á leið minni heim úr söngtíma áðan, gekk ég fram á hóp barna. Þetta voru fjórir strákar og ein stelpa, svona níu ára gömul að leik í móanum, rétt hjá heimili mínu. Það sem vakti athygli mína var það að þessari litlu stelpu hafði tekist að vefja fjórum strákum gjörsamlega um fingur sér. Þeir snerust í kring um hana og gerðu allt sem hún vildi.
Þetta minnti mig á sumarið sem ég var í nákvæmlega sömu aðstöðu. Ég hafði óvart eignast tvo aðdáendur sem slógust um athygli mína með ýmsum ráðum, að lokum reyndu þeir bókstaflega að slíta mig í sundur. Þetta var mikið hamingju sumar, við höfum verið svona sex ára. Leikskólaganga mín einkenndist einnig af álíka samböndum og situationum.
Já ég var dáldið góð í þessu.
Þess vegna langar mig að vita...HVENÆR Í ANDSKOTANUM MISSIR MAÐUR ÞENNAN HÆFILEIKA!?!?!?

(og hvernig finnur maður hann aftur?)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

KRÚTT!

Snjósa

Anna sagði...

Snjólaug!!! Mér þykir voða, voða vænt um þig, og ég er voða ánægð fyrir þína hönd og þetta er ekki illa meint en...ef þú kemur aftur með svona HHP komment aftur þá... þá fer ég í fílu!!!!

Anna sagði...

Þetta er mjög alvarlegt mál ; )