...eða bara sterkt kvennfólk.
Þannig er mál með vexti að foreldrar mínir eru búnir að selja æskuheimili mitt og þurfa að flytja þaðan út eigi seinna en á morgun. Ég er ekki sátt, þar eð þetta samræmis ekki mínum framtíðar plönum, sem voru að hafa þau heima þangað til ég eignast gamla húsið með stóra garðinum. Þar ætlaði ég að hafa þau í kjallaranum, til taks þegar ég þyrfti að láta passa börnin mín og þessháttar. Þau voru af einhverri ástæðu ekki sammála, djöfuls óliðlegheit alltaf.
En allavega, þau þurfa hjálp, það verður neblega ekki mikil hjálp í mér, ég verð einhverstaðar grenjandi úti í horni.
Bíllinn kemur kl 16 og borgun verður í formi bjórs og nóg af honum.
Og mér er næstum sama þótt ég þekki viðkomandi ekki neitt, á meðan hann stelur ekki pleimóhúsinu mínu.
laugardagur, febrúar 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli