miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Draumfarir

Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að skila BA ritgerðinni minni. Ég var meira að segja búin að fá bráðabirgðar einkunn, 8.40 (veit ekki einusinni hvort það er hægt) en hafði möguleika á að hækka mig upp í 9 með smávæginlegum lagfæringum. Þetta var æðislegt 30 og eitthvað blaðsíður skrifaðar af mér með fallegum myndum og... ég veit ekkert um hvað hún var. Ég var alltaf að reyna að lesa titlinn en ég var svo þreytt að ég skildi hann ekki.
Djöfull, það hefði verið æði að hafa einhvarja hugmynd um hvað ég á að skrifa. Ég gett ekki einusinni komið með uppkast af tveggja blaðsíðna ritgerð um stjórnarfarið í Danmörku, hvað þá annað.
Djöfull, djöfull, djöfull, það er ekki einusinni hægt að hugga sig við súkkulaði eftir svona draum.

3 ummæli:

Ýrr sagði...

mmmm....súkkulaði.... ha? Hvað varstu að segja? Og hvað kom annars fyrir síðuna þína?

Anna sagði...

Kom fyrir? kom eitthvað fyrir?

Anna sagði...

Jaaá þetta, ég bara veit það ekki. Planið er að bíða bara þangað til að þetta jafnar sig.