miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Mistök?

Voru það mistök að nota síðustu kraftana í að fara í skólann, í tíma sem er hvort eð er tekinn upp og settur á netið?
Já eiginlega, en ég vissi það ekki þá. Stuttu eftir að ég kom heim sofnaði ég í sófanum og vaknaði með golfkúlur í staðin fyrir hálskirtla.
Ég er ekki leikskólafær og fæ þar af leiðandi ekki ekki knúsin mín sjö á morgun. Eða fjörtíu og sjö því ég reyni yfirleitt að hamstra knúsin svo þau endist mér út vikuna. Reyndar voru það þessi sömu knús sem komu mér í þessa stöðu svo það er kannski best að halda sér í ákveðinni fjarlægð, svona fyrst um sinn. En ég á eftir að sakna litlu horgemlinganna þrátt fyrir það.
En ég er að hugsa um að heimsækja lækninn minn á morgun, kannski vill hann knúsa mig?

Engin ummæli: