Í kvöld horfði ég á fyrsta rennslið hjá kórnum mínum, af því að ég er með hálsbólgu og get ekki sungið, og þetta var magnað! magnað segi ég. Ímyndið ykkur The Lion King, Jesus Christ Suberstar, hefðbundna kóratónlist og Diddú, öllu blandað saman í eitt. Brilljant eins og Vala segir.
Ég gat ekki setið kyrr, ég hristist í sæti mínu allann tíman og brosti og hló eins og hálfviti. Þetta er svo flott, og ekki bara afþví að ég þekki verkið og fólkið, heldur af því að það er flott. Og Diddú? Diddú er bara stórkostleg, það er ekki oft sem maður fær að heyra hana syngja svona.
Verkið er í tveimur hlutum ca. 20 mín hvor og það verður væntanlega hlé á milli, en svo kemur líka höfundur verksins (alla leið frá Englandi), hann David og segir okkur svolítið um ævintýrið sem hann er að skrifa um.
Það er óðum að seljast upp á fyrri tónleikana en það er til nóg á seinni tónleikana sem byrja kl 18. Og já Tónleikarnir verða í Neskirkju á Laugardaginn.
úff ég held ég sé að verða búin að ná glaðinni úr mér, best að fara að læra.
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli