þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Meistarar

Ég verð að viðurkenna að ég geri lítið af því lesa tilkynningar frá háskólanum sem ekki koma mér við, en þessi vakti athygli mína.
Haldið ekki að Hlynur stóri frændi minn sé að fara að verja masterinn sinn. Ég er voða stollt. Reyndar hefur hann alltaf verið meistari í mínum augum en það er gaman að fá þetta svona á pappír.
Annars var ég að hugsa um að mæta og horfa á, en ég er hætt við. Það er öruglega bara stressandi fyrir hann að hafa mig þarna haldandi fyrir eyrun og með lokuð augun.
Ég meika ekki fjölskylduna mína á opinberum vetvangi, ekkert illa meint, bara mínar sálfæðilegu flækjur.
Ég syng bara fyrir hann á útskriftinni í staðin.

Engin ummæli: